8.9 C
Selfoss

Fimmtíu ár frá einvígi aldarinnar

Vinsælast

Fischerssetrið á Selfossi minntist þess sunnudaginn 10. júlí sl. að 50 ár eru liðin frá „Einvígi aldarinnar“. Það voru þeir Boris Spassky heimsmeistari í skák og áskorandinn Bobby Fischer sem tefldu í Laugardalshöllinni í Reykjavík og úrslitin urðu sigur Fischers eins og kunnugt er. Guðmundur G. Þórarinson, framkvæmdastjóri einvígisins, á sínum tíma fór yfir söguna og ræddi um þennan einstaka atburð en báðir skákmeistararnir urðu landflóttamenn. „Frelsun Fischers frá Japan var björgunaraðgerð, annars hefði hann dáið í Bandarískufangelsi,“ sagði Guðmundur.

Þeir Helgi ólafsson og Jóhann Hjartarson fóru yfir nokkrar keppnisskákir frá einvíginu. Jafnframt fóru þeir yfir nýjar upplýsingar um skákborðið fræga, en hingað er kominn spænskur maður að nafni Albert Canagueral en hann var í fiski  á Íslandi samhliða blaðamennskunámi, og blaðamennsku í einvíginu sjálf, til er einstök mynd af honum við lokaskák meistaranna í Laugardalshöllinni sem sannar við hvaða skákborð Fischer vann heimsmeistaratignina.

Kjartan Björnsson ávarpaði fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar. Guðni Ágústssson flutti ávarp og taldi það skildu okkar íslendinga að gera þessum einstaka heimsviðburði sem einvígið var betri skil. Með minnismerki um báða skákmeistarana í Reykjavík við Laugardalshöllina. „Efla enn Fischersetrið sem er einstakt á heimsvísu og heiðra gröf Bobby Fischers í Laugardælakirkjugarði. Fyrst við gátum fyrir 50 árum safnað 200 milljónum af fátækri þjóð til að halda einvígið þá ættum við að geta sýnt þessum einstaka atburði meiri virðingu. Þetta verkefni á einkaframtakið, ríkið og Reykjavíkurborg að vinna í sameiningu,“ sagði Guðni Ágústsson.

Nýjar fréttir