6.1 C
Selfoss

Hamarsmenn skipta um mann í brúnni

Vinsælast

Tamas Kaposi var á dögunum ráðinn nýr þjálfari úrvalsdeildarliðs Hamars í blaki en hann tekur við starfinu af Radoslaw Rybak sem stýrði liðinu til sigurs í öllum keppnum síðastliðin tvö ár. Tamas er fæddur í Ungverjalandi og er á þrítugasta aldursári. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og tók þá við taumunum hjá Völsung á Húsavík þar sem hann hefur náð eftirtektarverðum árangri.

Tamas hefur mikla reynslu úr blakinu en mestan hluta ferilsins hefur hann leikið í Ungverjalandi þar sem hann hefur unnið meðal annars Ungversku deildina sem leikmaður og þjálfari svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórn Hamars væntir mikils af nýja þjálfaranum en markið hefur verið sett hátt síðustu ár í Hveragerði. Markmið þjálfara og stjórnar er að halda góðu starfi áfram, ásamt því að efla barna og unglingastarf deildarinnar.

Nýjar fréttir