5.6 C
Selfoss

Stórt tap og bikardraumurinn úr sögunni

Vinsælast

Selfoss tapaði stórt fyrir Víking R. þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum þriðjudaginn 28. júní. Víkingar náðu forystunni snemma leiks og fylgdi annað mark í kjölfarið eftir hálftíma leik.

Aron Darri fékk að líta rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann braut af sér innan teigs, Víkingar fengu víti og skoruðu. Eftir það átti róðurinn eftir að þyngjast allverulega. Víkingar skoruðu þrjú mörk í viðbót og lokatölur 0-6.

Mynd: Aðsend.

Selfyssingar óku Suðurströndina föstudaginn 1. júlí þegar liðið mætti Grindavík í níundu umferð Lengjudeildarinnar. Fyrir leikinn sátu Selfyssingar á toppi deildarinnar og á því var engin breyting þegar leiknum lauk.

Valdimar Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Selfoss á 18. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur eftir undirbúning Gary Martin. Selfyssingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en forystan eitt mark eftir fyrstu 45.

Grindavík jöfnuðu leikinn eftir aðeins stutta stund í síðari hálfleik. Hver annar en Gonzalo Zamorano var síðan á ferðinni einungis örfáum mínútum síðar þegar hann kom Selfoss yfir með sínu áttunda marki í deildinni í sumar. Gonzalo markahæsti leikmaður deildarinnar.

Um það bil 20 mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Grindavík leikinn og þar við sat. Lokatölur 2-2.

Úrslit föstudagskvöldsins í Lengjudeildinni urðu til þess að Selfoss jók forskot sitt á toppnum þrátt fyrir jafnteflið.

Nýjar fréttir