7.3 C
Selfoss

Landsmót hestamanna á Hellu

Landsmót hestamanna er hápunkturinn í hestamennsku á Íslandi og um leið hátíðarsýning og keppni þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki. Þeir sem mæta á landsmót fá að sjá allt það besta sem er í gangi í hestamennskunni á Íslandi er varðar gæðinga og kynbótahross, og nútíma reiðmennsku. Að þessu sinni er landsmót hestamanna haldið á Gaddstaðarflötum á Hellu á Rangárvöllum.

Mótssvæðið á Gaddstaðarflötum er allt hið glæsilegasta og bíður eftir knöpum, hrossum og áhorfendum.

Landsmót hestamanna er einn stærsti íþrótta og fjölskylduviðburður ársins. Áhugafólk um hestamennsku og samveru fjölskyldunar koma saman og fylgjast með bestu hrossunum  og knöpum landsins.

Öll aðstaða á Hellu til mótahalds stærstu hátíðar hestamanna er frábær og svæðið skartar sínu fegursta sem aldrei fyrr. Einn af mörgum kostum keppnissvæðisins er hvað stutt er á milli valla og auðvelt að fylgjast með keppni á tveimur stöðum í einu.

Á Hellu er öll þjónusta sem mótsgestir þurfa á að halda eins m.a. sundlaug,matvöruverslun,  veitingastaðir, hraðbanki  og gisting.

Sumarnóttin fer að að styttast og ég hvet alla til þess að taka þátt í frábærum viðburði og njóta í leiðinni þess sem sveitarfélagið okkar hefur uppá að bjóða t.d að skreppa í hellaskoðun við Ægissíðu eða taka þátt og fylgjast með flughátíð á Hellu sem fer fram þessa helgi, að auki eru aðrir fjölmargir áhugaverðir hlutir að skoða.

Það þarf bara að mæta á svæðið og taka þátt.

Það eru allir velkomnir í Rangárþing ytra þar sem allir eru fyrir alla.

Eggert Valur Guðmundsson
Oddviti Rangárþings ytra

 

 

Nýjar fréttir