Heilsuleikskólinn Árbær opnaði 14. júlí 2002 að Fossvegi 1 og fagnar því 20 ára afmæli í ár.
Að því tilefni verður opið hús í leikskólanum frá klukkan 13:00 til 16:00 dagana 13., 14., 15. og 16. júní 2022.
Fyrstu árin hét leikskólinn Árbær, leikskólinn Árborg. Leikskólinn Árborg var stofnaður 31. mars 1995. Var hann sérstakur að því leyti að hann var samstarfsverkefni Selfossbæjar, Sandvíkurhrepps, Ölfushrepps, Gaulverjabæjarhrepps og Villingaholtshrepps og var því rekstraraðili byggðasamlag Árbæjar. Hann var staðsettur í gömlu íbúðarhúsi við Kirkjuveg sem seinna var rifið vegna nýrrar hótelbyggingar, Hótel Selfoss. Nafni leikskólans var breytt í mars 1999 þegar Sveitarfélagið Árborg varð til og í dag heitir leikskólinn, Heilsuleikskólinn Árbær. Í gamla Árbæ (Árborg) voru 50 hálfsdagspláss, 25 börn f.h. og 25 e.h.
Þann 14. júlí 2002 var opnaður nýr fjögurra deilda Árbær sem rekinn er af sveitarfélaginu Árborg. 1. mars 2006 var bætt við bráðabirgðahúsnæði sem hýsir 2 deildir. Við þessar breytingar varð Árbær 6 deilda. Í byrjun ársins 2020 var 7. deildinni bætt við Heilsuleikskólann Árbæ.
Heilsuleikskólinn Árbær starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur frá Vorsabæ í Gaulverjabæ. Einkunnarorð Árbæjar eru: Virðing – Velferð – Vinátta
Leikskólinn er opnaður klukkan 7:45 að morgni og honum er lokað klukkan 16:30 síðdegis.