4.3 C
Selfoss

Heiðursviðurkenningar frá Póllandi

Vinsælast

Aneta Figlarska, kennari í Vallaskóla og kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu, Magdalena Markowska, kennari í Vallaskóla, Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar fengu heiðursviðurkenningu Medalía Ríkismenntamálanefndar Póllands.

Þeir sem afhentu þessa viðurkenningar voru m.a. Dariusz Piontkowski, ráðuneytisstjóri í Mennta- og vísindaráðuneytinu, Monika Pobozy, skrifstofustjóri alþjóðasamstarfs í Mennta- og vísinda-ráðuneytinu, og Justyna Kralisz, skrifstofustjóri Miðstöðvar þróunar pólskrar menntunar erlendis (ORPEG).

Með þessum viðurkenningum er pólska ríkið að þakka Vallaskóla og skólayfirvöldum í Árborg fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára.

Nemendur í Árborg eiga m.a. kost á því að sækja kennslustundir í pólsku sem þær Aneta og Magdalena hafa yfirumsjón með.

Einnig hefur fjölskyldusvið Árborgar m.a. staðið fyrir íslenskunámskeiði fyrir foreldra með fjölmenningarlegan bakgrunn en þar er lögð áhersla að að kenna skólaorðaforða sem auðveldar foreldrum að átta sig betur á íslensku skólakerfi og aðstoða börnin sín við námið.

Nýjar fréttir