10 C
Selfoss

Nýmóðins fríríki í Þorlákshöfn

Vinsælast

Grunnskólinn í Þorlákshöfn breyttist í fríríkið Þorpið dagana 23.-25. maí. Þorpið er samfélag þar sem börn og ungmenni sjá um alla verðmætaframleiðslu, stjórna hagkerfinu og láta hjól atvinnulífsins snúast áfram. Þorpið á sinn eigin gjaldmiðil sem heitir Þollari.

Í Þorpinu kenndi ýmissa grasa. Hægt var að njóta leikhúsupplifunar, kaupa skartgripi, listaverk, plöntur, fara í leiktækjasal og nytjamarkað, spila þrautir, gæða sér á gómsætum veitingum á kaffihúsinu eða kaupa bakkelsi úr bakaríinu til að taka með sér heim. 

Gestir og gangandi voru velkomnir og gátu keypt 2000 Þollara fyrir 1000 kr. Allur ágóði Þorpsins rann svo til Úkraínu í gegnum starf Rauða krossins.

Blaðamenn Þorparans reyndu eftir fremsta megni að fanga stemninguna og má sjá afrakstur þeirra hér.

Nýjar fréttir