10 C
Selfoss

Engin útilega í sumar

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson landaði öðru sæti í undanúrslitum á Lowlands Throwdown mótinu í CrossFit sem haldið var í Amsterdam í Hollandi um helgina. Annað sætið kemur honum beinustu leið inn á Heimsleikana í CrossFit sem haldnir verða í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum frá 4.-7. Ágúst.

Lowlands Throwdown stóð frá föstudegi til sunnudags. Keppnin fór vel af stað hjá Björgvin, en hún samanstóð af 6 æfingum (e:workouts). María Rún Þorsteinsdóttir, annar eigandi Crossfit Hengils í Hveragerði fylgdist með í Amsterdam: „Hann átti pínu erfiðan keppnisdag á laugardaginn, lenti í smá svona dómaraskandal myndi ég segja, þó það séu kannski ekki allir sammála því. Hann kom svo tvíefldur til baka á sunnudaginn og náði að tryggja sér annað sætið. Svo nú verður hann bara á fullu að undrbúa sig fyrir Heimsleikana, engin útilega í sumar “ Segir María og hlær.

Myndir: Instagram @bk_gudmundsson

Nýjar fréttir