1.1 C
Selfoss

Hestafjör Sleipnis á uppstigningardag

Vinsælast

Hestafmannafélagið Sleipnir stendur fyrir hinu árlega hestafjöri í reiðhöll Sleipnis á Brávöllum, fimmtudaginn 26.maí.
Fjörið hefst klukkan 13, þar sem hestamenn á öllum aldri koma til með að sýna afrakstur vetrarins, ásamt því að boðið verður upp á allskyns tónlistar- og skemmtiatriði. Hestamannafélagið býður upp á andlitsmálningu fyrir börnin en einnig verða grillaðar pylsur í boði SS og drykkir í boði Ölgerðarinnar.

Enginn ætti að láta þennan viðburð framhjá sér fara, aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir