5 C
Selfoss

Takk fyrir

Vinsælast

Síðastliðin 16 ár höfum við í D-listanum farið með meirihluta við stjórn bæjarins á mesta uppbyggingatíma í sögu Hveragerðisbæjar. Íbúum og íbúðum hefur fjölgað gríðarlega og uppbygging innviða hefur verið í takt við þá aukningu, atvinnutækifærum fjölgað og framundan eru mörg spennandi tækifæri sem við bæjarfulltrúar D-listanum höfum unnið að síðustu ár.

Frá því að framboðslisti D-listans var kynntur í mars og til kjördags höfðum við frambjóðendur listans lagt nótt við dag við að kynna það sem við höfðum gert á liðnu kjörtímabili og kynnt okkar stefnumál til næstu fjögurra ára. Í kosningabaráttunni lögðum við áherslu á málefnin. Við héldum okkar hefðbundnu viðburði, hringdum og rædum við fólk á förnum vegi og heimsóttum þau öflugu fyrirtæki sem eru í sveitarfélaginu.

Við erum afskaplega stolt af þessum hópi frambjóðenda D-listans og okkar stóra neti stuðningsmanna, við unnum saman sem ein heild. Þrátt fyrir allt þetta tapaðist meirihlutinn og augljóst að kjósendur í Hveragerði vildu breytingar. Vissulega svekkjandi niðurstaða, en svona virkar lýðræðið og við tökum því.

Horfum til framtíðar

Framundan er spennandi kjörtímabil með krefjandi áskorunum. Við þá 572 Hvergerðinga sem kusu D-listann segjum við, takk fyrir stuðninginn! Við munum leggja okkur fram við að koma áfram þeim málum sem við lögðum áherslu á í kosningabaráttunni og við munum veita þeim sem munu fara með stjórn bæjarins mikið aðhald.

Við óskum O-listanum og Framsókn til hamingju með þeirra árangur í kosningunum og okkur hlakkar til samstarfsins á komandi kjörtímabili.

Alda Pálsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson

Bæjarfulltrúar D-listans í Hveragerði

Nýjar fréttir