2.3 C
Selfoss

Mikil gróska í byggingu íbúðarhúsnæðis í Vík

Vinsælast

Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við byggingu 32 íbúða í Vík á þessu ári. Nú standa yfir framkvæmdir við 7 íbúðir í vestur hluta Víkur og vinna er er hafin við 12 íbúða fjölbýlishús við Sléttuveg. Fleiri lóðum hefur verið úthlutað sem vænta má að framkvæmdir hefjist á á næstu mánuðum. Vonir standa til þess að þetta muni létta á þeirri þörf sem er á húsnæðismarkaði en huga þarf að fjölbreyttari húsnæðiskosti. Eins og hefur komið fram, þá hefur Mýrdalshreppur skrifað undir viljayfirlýsingu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi samstarf um byggingi íbúða t.d. með stofnframlagi sem auðvelda fyrstu kaup, leiguíbúðir í almenna kerfinu og svo íbúðir reknar af opinberu leigufélagi. Stefnt er að því að það verkefni fari af stað núna strax eftir kosningar.

Nýjar fréttir