1.1 C
Selfoss

Unglingspjall Stígamóta á netinu

Vinsælast

Skóla-og velferðarþjónusta Árnesþings vill vekja athygli á að þann 3. mars sl. opnaði ný þjónusta hjá Stígamótum.  Netspjall fyrir 13-19 ára ungmenni til að ræða ofbeldi og óheilbrigð samskipti í nánum samböndum, bæði sem þolendur, gerendur og aðstandendur.  Á netspjallinu býðst aðilum samtal, stuðningur og fræðsla sem er í höndum fagfólks með mikla reynslu af aldurshópnum og þjálfað af starfsfólki Stígamóta.

Netspjalið er opið þrisvar í viku: þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 20:00 til 22:00 farið er inn á www.sjukast.is til að hefja spjallið. Netspjallið er viðbót við verkefnið Sjúkást, sem er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk um kynbundið ofbeldi. Af samtölum við ungmenni í tengslum við Sjúkást-verkefnið kom í ljós að mörg ungmenni eru í óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.  Á netspjallinu geta ungmennin haft samband nafnlaust og fengið speglun á málin sín.

Ungmennin gera sér oft ekki grein fyrir því hvað telst til ofbeldis eða eru óviss um að það sem þau upplifa sé alvarlegt. Mörg ungmenni í þessum aðstæðum vilja fá að taka fyrstu skrefin í trúnaði. Það skiptir ekki máli hvort ofbeldið eða óheilbrigðu samskiptin áttu sér stað nýlega eða fyrir löngu síðan – það er alltaf hægt að nýtt netspjallið. Markmiðið með spjallinu er að hjálpa ungmennum að skilja hvað gerðist, að þeim líði betur og fái stuðning við að taka næstu skref.

 F.h. skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings
Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi/deildastjóri

Nýjar fréttir