0.6 C
Selfoss

Fasteignasalan Bær á Selfossi heitir nú HÚS fasteignasala

Vinsælast

Er nafnabreytingin tilkomin vegna uppskipta á fasteignasölunni og verður stofan á Selfossi nú sjálfstætt rekin en var áður í sameiginlegum rekstri með Fasteignasölunni Bæ í Kópavogi.

Hús fasteignasala er í eigu Snorra Sigurfinnssonar löggilts fasteignasala á Selfossi sem var áður annar eiganda af Bæ. Fasteignasalan verður á sama stað á Selfossi, Austurvegi 26. Jafnframt verður skrifstofa í Ármúla 7 og útibú í Vestmannaeyjum. Hjá fasteignasölunni starfa 8 starfsmenn.

„Við erum að einfalda hlutina og verðum  með litla og þægilega einingu. Ég hef tröllatrú á fasteignamarkaðnum hér austan fjalls líkt og síðustu ár en við munum eftir sem áður sinna öðrum markaðssvæðum. Það eru að verða ákveðnar breytingar varðandi fasteignaviðskipti og má þar fyrst og fremst nefna rafrænar undirritanir á ýmis skjöl sem hafa færst í vöxt og einfaldað hlutina. Við munum svo sjá rafrænar þinglýsingar í komandi framtíð. Það er ekki lengur sama þörf á stórum skrifstofum fyrir fasteignasölur. Í þessum geira eins og mörgum öðrum færist í vöxt að fólk vinni heiman frá sér hefðbundna skrifstofuvinnu.

Fasteignamarkaðurinn er sífellt að taka breytingum. Ég hef séð ýmislegt á þessum 17 árum sem ég hef starfað sem fasteignasali og nú er uppi staða sem er all sérstök. Það eru ótrúlega fáar eignir á söluskrá og á það jafnt við hér austan fjalls sem og á höfuðborgarsvæðinu, spennan á markaðnum er mikil, okkar tekst illa að finna jafnvægið á markaðnum“ segir Snorri Sigurfinnsson eigandi HÚS fasteignasölu.

Nýjar fréttir