1.1 C
Selfoss

4755 kílómetrar til suðnings, heiðurs og minningar um þau sem hafa fengið krabbamein

Vinsælast

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands voru haldnir á Selfossi um helgina. Leikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir 5000 stöðum í meira en 30 löndum víðsvegar um heiminn. Hátt í 10 milljónir manna taka þátt í viðburðinum á hverju ári og fer hópurinn ört stækkandi, ár eftir ár. Styrkleikarnir standa yfir í heilan sólarhring, en þannig eru þeir táknrænir fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini.

Þegar mest lét var áætlað að um 1000 manns hafi verið í húsi, bæði þáttakendur og gestir sem komu og nutu dagskrárinnar sem boðið var uppá, „fullt af krökkum sem skemmtu sér allan daginn og langt fram á kvöld.“ Segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Styrkleikarnir snúast um að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein og fara þannig fram að liðin skipt­ast á að halda boðhlaupskefli gang­andi í sól­ar­hring. Fyrir viðburðinn voru 250 manns skráðir til leiks í 16 liðum, 50 bættust svo við skráða þáttakendur, en að endingu höfðu hátt í 600 manns tekið þátt í boðhlaupinu og gengið hvorki meira né minna en 4000 kílómetra samanlagt, eða 19.812 hringi, sem verður að teljast ansi gott.

„Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, aðbúnaðurinn, umsýslan og allt var til fyrirmyndar, allt eins og best var á kosið. Það voru allir þarna sammála um að þetta yrði endurtekið að ári.“ Segir Eva Íris Eyjólfsdóttir verkefnastjóri.
Dag­skrá­in náði há­marki með ljósa­stund sem var hald­in kl. 22 á laugardagskvöldið, þar sem kveikt var á kert­um í sér­út­bún­um pok­um sem þátt­tak­end­ur höfðu skreytt og skrifað hugleiðing­ar eða kveðjur á.

 

Nýjar fréttir