7.8 C
Selfoss

Norðurlandamót á Íslandi 2022

Vinsælast

Dagana 23. og 24. apríl fór fram Norðurlandameistamótið í Judo í íþróttahúsinu Digranesi Kópavogi. Mótið er fjölmennasta judomót sem haldið hefur verið á Íslandi og voru rúmlega þrjúhundruð keppendur frá 7 löndum. Mótið var haldið síðast á Íslandi árið 2015, en fella hefur þurft niður tvö síðustu Norðurlandamót vegna Covid.

Í flokki fullorðina unnu Íslendingar til sex verðlaunaKarl Stefánsson sigraði +100kg flokkinn með yfirburðum, en Karl sigraði alla þrjá andstæðinga á ippon. Zaza Simonishvili sigraði -73kg flokkinn örugglega en hann vann allar þrjár viðureignir sínar á ippon.

Egill Blöndal og Breki Bernharðsson unnu báðir til bronsverðlauna í -90kg flokki. Egill tapaði naumlega sinni fyrstu viðureign en sigraði svo næstu tvær og tryggði sér þar með bronsverðlaun.

Breki sigrað fyrstu tvær viðureignir sínar en laut svo í lægra haldi gegn David Ivanian í undan úrslitum. Ivanian sigraði flokkinn seinna um daginn en Breki glímdi gegn Skarphéðni Hjaltasyni um bronsið og sigraði Breki þá viðureign.

Einnig kepptu Böðvar Arnarsson og Jakub Tomaczyk í -81kg flokki fullorðinna og flokki undir 21 árs.  Báðir verða 18 ára á þessu ári og því yngstu keppendur í báðum flokkum.

Böðvar vann eina viðureign í fullorðins flokki og lenti í 7. Sæti af 18 þátttakendum.

Jakub vann eina glímu í U21 og náði 5. Sæti af 13 þátttakendum.

Egill og Breki kepptu einnig í  íslensku sveitinni í sveitakeppni Norðurlandamótsins, og vann íslenska sveitin með nokkrum yfirburðum til gullverðlauna.

Nýjar fréttir