0.6 C
Selfoss

Ekki leikur fyrir hjartveika

Vinsælast

Hamar og HK áttust við í Hveragerði á laugardaginn sl. í fyrsta leik leiðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla.

Það varð fljótt ljóst að HK ætlaði að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að Hamar vinni enn einn titilinn í ár og endaði þetta í maraþon leik þar sem aldrei var dauð stund.

Í fyrstu hrinu byrjuðu Hamarsmenn af krafti og náðu forystu en eftir að HK tók leikhlé í stöðunni 5-1 fyrir Hamar komust þeir inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt þar til þeir jöfnuðu í stöðunni 16-16. Eftir það skiptust liðin á að vera með forsytuna og þurfti upphækkun til að knýja fram úrslit. Að lokum vann HK, 28-30. HK var svo með frumkvæði í hrinu 2 en Hamar hleypti þeim aldrein langt fram úr sér. Hamar jafnar svo 23-23 og náði að knýja fram sigur eftir aðra upphækkun 27-25 og staðan orðin 1-1. Þriðja hrina var jöfn framan af en eftir 10-10 skreið Hamar fram úr og vann hrinuna 25-16, sem var langt frá því að vera jafn þægilegt og tölurnar gefa til kynna því barist var fyrir hverju stigi.

Fjórða og síðasta hrinan gaf fyrstu tveimur svo ekkert eftir. Litlu munaði á liðunum alla hrinuna þar til hamar náði forystu 18-17. Hana létu þeir ekki af hendi og náðu að lokum að vinna hana 25-21 og leikinn þar með 3-1.

Nýjar fréttir