5 C
Selfoss

Nýr verkefnastjóri ART teymisins á Suðurlandi

Vinsælast

Katrín Þrastardóttir hefur verið ráðin nýr verkefnastjóri hjá ART-teyminu á Suðurlandi og kemur hún til með að taka við þeirri stöðu þann 2.maí.

Katrín hefur starfað sem ráðgjafi hjá teyminu síðastliðin 5 ár og náð sér þar með í yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sínu sviði.

Verkefnastjóri ber fyrst og fremst ábyrgð á starfssemi teymisins en Katrín sér fyrir sér að fyrsta verkefni hennar sem verkefnastjóra verði að auka sýnileika teymisins m.a á samfélagsmiðlum, en þau í teyminu eru tiltölulega ný komin á Facebook.

Teymið hefur verið starfandi hjá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga frá árinu 2007, en ART teymi Suðurlands er það eina á Íslandi sem heldur ART þjálfara réttindanámskeið á landsvísu. „Helstu verkefni teymisins er að halda úti svokölluðu „Fjölskyldu ARTi“, sem er fyrir fjölskyldur barna frá 5-18 ára með hegðunar-, tilfinningavanda eða bæði. Við fáum líka til okkar börn sem eru með ýmsar raskanir og erum að styðja við fjölskylduna í því að láta ganga betur hjá barninu og öllum í fjölskyldunni.“ Segir Katrín. ART teymið gerði samning við Mennta- og Barnamálaráðuneytið árið 2021 og tryggði þar með starfsemi sína út árið 2024, en fram að því hafði teymið yfirleitt fengið styrk fyrir eitt ár í senn. Þótti Mennta- og Barnamálaráðherra teymið hafa margsannað mikilvægi sitt og sá augljóst tilefni til að lengja samninginn.

Hvað er ART?

Aggression Replacement Training er þríþætt hugrænt atferlisinngrip sem hefur það að markmiði að draga úr óæskilegri hegðun, styrkja félagsfærni og efla siðferðisleg gildi. Íslenska þýðingin á ART er Andýgisþjálfun, sem var í eðli sínu ekki sérlega skilmerkilegt eða þjált og vegna þess hefur skammstöfunin ART fengið að halda velli, enda orðið vel þekkt hugtak innan íslenska skóla- og velferðarkerfisins. ART er notað af fólki sem vinnur með fólki, það er meðal annars notað á öllum meðferðarheimilum landsins, starfsendurhæfingarstöðvum og í flestum leik, grunn og framhaldsskólum landsins.

Að lokum vill Katrín benda áhugasömum á að opið sé fyrir umsóknir í Fjölskyldu ART fyrir næstu önn til 4. maí.

Nýjar fréttir