8.9 C
Selfoss

Kjúklingaréttur með ostasósu og sætum kartöflum

Vinsælast

Sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni er Sigríður Karlsdóttir.

Ég þakka Hrafnhildi systur minni fyrir áskorunina. Ég hef gaman af því að elda mat og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mínu fólki.

Kjúklingaréttur með ostasósu og sætum kartöflum

3 kjúklingabringur
1 sæt kartafla
1 mexíkóostur
1 piparostur
Hálf krukka saxaðir sólþurrkaðir tómatar
Nautakraftur eftir smekk
Hálfur lítri rjómi
Matarolía
Salt og pipar

Undirbúningur:

Skerið kartöfluna í um það bil 1 cm sneiðar og steikið á pönnu, ekki elda alveg í gegn. Brúnið kjúklingabringur á pönnu og kryddið með salti og pipar, ekki þarf að elda í gegn þar sem kjúklingurinn fer í ofn. Ostarnir rifnir niður, settir í pott með rjóma, nautakrafti og sólþurrkuðum tómötum og látið malla við vægan hita þar til osturinn er bráðinn.

Kjúklingur  skorinn í bita, settur í eldfast mót, ostasósa sett yfir, kartöflusneiðar skornar í teninga og settar ofaná. Bakað við ca. 180 gráður í um það bil 25 mínútur.

Borið fram með góðu salati.

Ég skora á Guðfinnu Gunnarsdóttur dóttur mína að koma með uppskrift í næsta blaði. Hún er mjög góður kokkur og  kemur örugglega með spennandi uppskrift.

Nýjar fréttir