4.9 C
Selfoss

Veiðihattur

Það er byrjað að vora og margir eru farnir að huga að sumrinu. Við erum á því að það sé dásamlegt að eiga góðan veiðihatt sem er með góðu barði, léttur og hlýr, svo við drifum í að hekla hatt úr blöndu af ull og bómull. Við notuðum tvær garntegundir, Martha frá Permin sem er 50-50 blanda ull og bómull, handlitað með lífrænum ltunarefnum og einlitt Esther sem er 55%ull og 45 % bómull. Hatturinn er léttur og hlýr, skýlir fyrir sól og svo má hengja flugur í hann svo þær séu við hendina. Auðvitað má nota þennan hatt við önnur tækifæri og skreyta hann með mörgu öðru en veiðiflugum, allt eftir smekk og vilja.

Efni:  1 dk Martha, 1 dk Esther, prjónamerki, heklunál no 2,5.
Skammstafanir: ll – loftlykkja, kl – keðjulykkja, st – stuðull.
Stærðir: S-M-L

Uppskrift:

Athugið að fyrsti stuðull hverrar umferðar er gerður með 2 ll og hverjum hring er lokað með kl í seinni ll.
Búið til töfralykkju og heklið 10 st um hana, tengið í hring með 1 kl.

1.umf. 2 st í hvern st fyrri umferðar.
2.umf. *2 st í fyrsta st, 1 st* endurtakið * * hringinn.
3.umf. *2 st í fyrsta st, 2 st* endurtakið * * hringinn.
4.umf. *2 st í fyrsta st, 3 st* endurtakið * * hringinn.
5.umf. *2 st í fyrsta st, 4 st* endurtakið * * hringinn.
6.umf. *2 st í fyrsta st, 5 st* endurtakið * * hringinn.
7.umf. *2 st í fyrsta st, 6 st* endurtakið * * hringinn.
8.umf. *2 st í fyrsta st, 7 st* endurtakið * * hringinn.
9.umf. *2 st í fyrsta st, 8 st* endurtakið * * hringinn.
Í stærð S er umferðum 10-13 sleppt
10.umf. *2 st í fyrsta st, 9 st* endurtakið * * hringinn.
11.umf. *2 st í fyrsta st, 10 st* endurtakið * * hringinn.
Í stærð M er umferðum 12-13 sleppt
12.umf. *2 st í fyrsta st, 11 st* endurtakið * * hringinn.
13.umf. *2 st í fyrsta st, 12 st* endurtakið * * hringinn.
Heklið nú 5-5-6 umferðir 1 st í hvern st.
Skiptið um lit og heklið 2-2-3 umf með Esther.
Heklið 2-2-3 umf með grunnlit.
Skiptið um lit og heklið 2-2-3 umf með Esther.
Heklið 4 umf með grunnlit.
Hér hefst útaukning fyrir hattbarðið.
Heklið *2 st í fyrsta st, 2 st* endurtakið * * hringinn.
1 umf með st í hvern st.
Heklið *2 st í fyrsta st, 3 st* endurtakið * * hringinn.

1-1-2 umf með st í hvern st. Skiptið um lit og heklið 1 umf st með Esther. Slítið garnið frá, gangið frá endum og skolið úr mildu sápuvatni.

Uppskrift: ÞÞ

Nýjar fréttir