0.5 C
Selfoss

Ný brunavarnaáætlun undirrituð

Vinsælast

Í byrjun apríl var ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Rangárvallasýslu samþykkt og undirrituð af forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Á síðustu mánuðum hefur HMS unnið markvisst að því að styðja slökkviliðin í landinu við gerð brunavarnaáætlana og er gaman að segja frá því að nú er tæpur helmingur slökkviliða í landinu með gilda áætlun eða 15 af 32 slökkviliðum landsins.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin samkvæmt lögum. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliða fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.

Við óskum Brunavörnum Rangárvallarsýslu og íbúum sveitafélaganna til hamingju með áfangann.

-Rangárþing eystra

Random Image

Nýjar fréttir