0.6 C
Selfoss

Á bak við tjöldin

Vinsælast

Í haust var rykið dustað af starfsemi Leikfélags FSu en það hefur ekki verið virkt um árabil. Skemmst er frá því að segja að uppskeran er að komast á legg nú í apríl.

Það var ekkert verið að fara auðveldu leiðina, heldur er um að ræða frumsaminn gamansöngleik sem ber nafnið „Á bak við tjöldin.“ Höfundar verksins eru fjórar stúlkur sem eru allar nemendur í FSu þær Hanna Tara Björnsdóttir, Helga Melsted, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Svala Nordahl, sem jafnframt eru leikstjórar, auk þess að leika allar í verkinu.

Fjölmargir nemendur taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt: Leika, syngja, dansa, búningahönnun, ljós, sviðsmynd og margt fleira. Verkið verður sett upp í leikhúsinu í Hveragerði, en Leikfélag Hvergerðinga var svo hugulsamt að lána Leikfélagi FSu húsnæði.

Sýningar verða dagana 22., 23. og 24. apríl og hægt er að nálgast allar upplýsingar á Instagram reikningi Leikfélags FSu. Hægt er að panta miða með því að hringja í síma 897 8685 eða senda skilaboð á Instagram.

Aðstendendur sýningarinnar vonast eftir því að sjá sem flesta.

Nýjar fréttir