7.8 C
Selfoss

35,9 milljónum króna úthlutað í styrki

Vinsælast

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 59 í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 35,9 m.kr. úthlutað, 14,7 m.kr. í flokk atvinnu og nýsköpunar og 21,2 m.kr. í flokk menningar, til samtals 60 verkefna. Samþykkt var að veita 17 verkefnum styrk í flokki atvinnu og nýsköpunar og 43 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Smjer ehf. fyrir verkefnið Smjér að upphæð 2 m.kr., markmið verkefnisins er að þróa og framleiða nýjar vörur úr íslensku smjöri.

Í flokki menningarverkefna hlutu Biðukolla ehf. fyrir verkefnið Skjálftinn – fyrir öll ungmenni, Byggðasafn Árnesinga fyrir verkefnið Hafsjór/Oceanus – alþjóðleg listahátíð á Eyrarbakka, Góli ehf. fyrir verkefnið Stúlkan í turninum skólatónleikar, Múrar brotnir, félagasamtök fyrir verkefnið INSIDE OUT Samsýning alþjóðlegra listamanna og fanga, og Sumartónleikar Skálholtskirkju fyrir Sumartónleikar í Skálholti 2022. En öll þessi verkefni hlutu 1 m.kr. styrk.

Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

Nýjar fréttir