1.7 C
Selfoss

Jóhanna Ýr leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Vinsælast

Framsókn í Hveragerði kynnti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fjölmennum fundi í Gróðurhúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði, leiðir listann en í öðru sæti er Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Þjóðskrá Íslands.

Listi Framsóknar í Hveragerði er þannig skipaður:
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari og eigandi Tinds sjúkraþjálfun
4. Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fitnessbilsins
5. Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunaþegi
14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrv. Bæjarfulltrúi

Fréttatilkynning frá Framsókn í Hveragerði

Nýjar fréttir