1.1 C
Selfoss

Hjólaborg opnar í dag

Vinsælast

Hjólaborg, glæsileg ný verslun og verkstæði opnar við Víkurheiði 11 klukkan 14 í dag.

Selfyssingarnir Hörður og Magnús Vignir Árnasynir, ásamt tendgadóttur Magnúsar Vignis, Báru Sif Guðlaugsdóttur, munu standa vaktina í Hjólaborg. Hörður hefur rekið verkstæði á Fáskrúðsfirði síðustu sex ár en freistaðist til að flytja aftur í heimahagana til að opna hjólaverslun og verkstæði hér á Selfossi ásamt bróður sínum.

Óskum við þeim bræðrum og Báru innilega til hamingju með Hjólaborg, sem er vissulega kærkomin viðbót fyrir okkur sunnlendinga.

Hörður og Magnús Vignir að störfum

Nýjar fréttir