1.7 C
Selfoss

Sterkari innviðir og fjölbreyttari atvinnutækifæri í Rangárþingi eystra

Sigríður Karólína Viðarsdóttir.

Ég heiti Sigríður Karólína Viðarsdóttir og sækist eftir 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. Ég bý, ásamt eiginmanni mínum, Guðjóni Halldóri Óskarssyni og börnum í Miðtúni. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og vinn hjá Pricewaterhouse Coopers  á Hvolsvelli. Einnig vinn ég sem kirkjuvörður í Stórólfshvolskirkju. Ég hef starfað í hinum ýmsu félögum og nefndum hér í sveitarfélaginu eins og stjórn Knattspyrnufélags Rangæinga, sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju, sjálfstæðisfélaginu Kára svo fá ein séu nefnd.

Okkur finnst gott að búa í Rangárþingi eystra. Ég sleit mínum barnsskóm undir Vestur-Eyjafjöllum, flutti í burtu í nokkur ár, en kom svo aftur enda best að vera hérna fyrir austan. Það er alltaf gleðilegt að sjá og finna að börnin okkar, sem eru orðin fullorðin í dag, vilja koma aftur í sitt heimahérað. Til þess að svo verði áfram þurfum við að vera vakandi yfir því að inniviðir sveitafélagsins stækki í takt við fjölgun íbúa.

Í sveitarfélaginu okkar eru margar náttúruperlur, sem að bæði innlendir og erlendir gestir kjósa að koma til okkar að sjá. Það er á okkar ábyrgð að við getum áfram verið stolt af því að bjóða upp á fallegu staðina, með því að hafa aðgengi og vegasamgöngur góðar.

Ég hef áhuga á að taka þátt í uppbyggingu okkar sveitarfélags og hjálpa til við að gera það að okkar stolti. Áherslumál mín eru traustir innviðir,  störf án staðsetningar, sem eflir og gerir atvinnulífið hér fjölbreyttara, menningarmál eru mér hugleikin, öll menning sem að við höfum upp á að bjóða hér í sveitarfélaginu þurfum við að halda vel utan um. Ég vil beita mér  í velferðarmálum, skólamálum, íþróttamálum, samgöngumálum og umhverfismálum svo fátt eitt sé talið.

Það styttist í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra, þar sem mikið af fjölbreyttu og frambærilegu fólki býður fram sína krafta, til að halda áfram að byggja upp og reka okkar blómlega sveitarfélag. Mér þykir ofboðslega vænt um okkar frábæra sveitarfélag og með mína þekkingu og reynslu bæði innan þess og utan er ég fullviss um að ég geti stuðlað að enn betri framtíð innan sveitarfélagsins. Ég sækist þess vegna eftir 2.-3. Sæti og vil ég hvetja alla að koma á kjörstað næstkomandi laugardag þann 19. mars  og nýta atkvæðið sitt og gefa mér tækifæri til að vinna fyrir okkar góða sveitarfélag.

Sigríður Karólína Viðarsdóttir,
sækist eftir 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra

Nýjar fréttir