-1.6 C
Selfoss

Safna fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu á laugardaginn

Vinsælast

Lobbýið á Selfossi ætlar að vera með styrktardag laugardaginn 19. mars frá kl. 10 til 14. Þar gefst fólki tækifæri á að koma í klippingu, skeggsnyrtingu eða blástur og mun allur ágóðinn renna til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

„Við vorum með bleikan dag í október þar sem við náðum að safna 500.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu og vonumst við til að geta endurtekið leikinn á morgun,“ segir Rebekka Kristinsdóttir, einn af eigendum Lobbýsins.

Lobbýið er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki á Selfossi sem hafa gefið happdrættisvinninga, en allir þeir sem mæta og styrkja þetta góða málefni fara í happdrættispott sem verður svo dregin út eftir kl. 14 á laugardaginn. Einnig verða í boði drykkir frá Ölgerðinni.

„Við vonum að Sunnlendingar taki jafn vel í þennan styrktardag og síðast og hjálpi okkur að safna sem mestu fyrir krabbameinsfélagið. Þetta er málefni sem snertir okkur öll, á einn eða annan hátt, á einhverjum tímapunkti í lífinu okkar,“ segir Rebekka.

Nýjar fréttir