3 C
Selfoss

Breytingar hjá Dagskránni

Vinsælast

Breytingar hafa orðið í starfsmannamálum Dagskrárinnar á undanförnum vikum. Gunnar Páll Pálsson hefur látið af störfum sem ritstjóri blaðsins og mun Björgvin Rúnar Valentínusson, útibússtjóri Prentmets Odda á Selfossi, rekstraraðila Dagskrárinnar, hugsa tímabundið um ritstjórastarfið. Í blaðamannahópinn bætist við Helga Guðrún Lárusdóttir. Helga er 32 ára Selfyssingur. Hún á ættir að rekja í Hrunamannahrepp og hefur mikinn metnað fyrir sunnlensku samfélagi.

„Ég er mjög spennt að sýna Sunnlendingum hvað í mér býr. Ég hef lesið Dagskrána frá því ég man eftir mér og þykir mjög gaman að vera orðin hluti af þessu rótgróna blaði,“ segir Helga, nýráðinn blaðamaður.

Áfram sterkur sunnlenskur miðill

„Við höfum alltaf lagt áherslu á að fréttir blaðsins nái til sem flestra og munum við halda þeirri stefnu áfram, ásamt því að efla fréttavefinn okkar DFS.is. Það er margt spennandi framundan hjá miðlinum og má þá helst nefna endurvakningu DFS TV, en við þurftum því miður að taka hlé á því verkefni þegar Covid-heimsfaraldur hófst,“ segir Björgvin.

Nýjar fréttir