6.1 C
Selfoss

Íslandsmeistarar og eitt mótsmet

Vinsælast

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll helgina 12.-13.mars. Lið HSK/Selfoss sigraði í heildarstigakeppni mótsins. HSK/Selfoss fékk 543,5 stig í stigakeppninni en ÍR fékk 518,5 stig og Ungmennafélagið Breiðablik varð í 3. sæti með 417 stig. Keppendur frá HSK/Selfoss sigruðu sömuleiðis í stigakeppninni í þremur aldursflokkum; í flokki 12 ára stúlkna, 14 ára pilta og 14 ára stúlkna. Liðið vann til 36 verðlauna á mótinu, 12 gullverðlauna, 12 silfur og 12 brons.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson 14 ára varð íslandsmeistari og setti mótsmet í kúluvarpi 14 ára pilta þegar hann varpaði kúlunni 12,61 m. Hann varð einnig íslandsmeistari í hástökki með 1,72m, 600m hlaupi á 1:40,13 mín og langstökki með 5,45 m. Hann vann einnig silfurverðlaun í 60m grind og brons í 60m hlaupi á 8,28 sek.

Ívar Ylur Birkisson 14 ára varð íslandsmeistari í 60m hlaupi á 8,17 sek og í 60m grind á 9,65 sek. Hann fékk einnig silfurverðlaun í hástökki með 1,66m og kúluvarpi með 11,03m.

Vésteinn Loftsson 14 ára varð íslandsmeistari í 60m hlaupi á 8,17 sek, í langstökki varð hann annar með 5,29m og þriðji í kúluvarpi með 10,47m.

Esja Sigríður Nönnudóttir 14 ára varð önnur í langstökki með 5,06 m, 1 cm lengra en Hugrún Birna og var líka að bæta sinn árangur verulega.

Hugrún Birna Hjaltadóttir 14 ára fékk silfur í 60 m grind á11,37 sek og bronsverðlaun í langstökki með stórbætingu 5,05m í mjög sterkri langstökkskeppni.

Bryndís Embla Einarsdóttir 13 ára varð tvöfaldur íslandsmeistari í hástökki með stökk upp á 1,46 m og í kúluvarpi með persónulega bætingu kastaði 10,14 m. Hún var einnig í þriðja sæti í 600m hlaupi á 2:07,03 mín

Helga Fjóla Erlendsdóttir 13 ára varð önnur í 60 m grind á 10,94 sek og þriðja í 60m á 9,06 sek.

Aldís Fönn Benediktsdóttir 13 ára varð önnur í kúluvarpi með 9,96 m

Kormákur Hjalti Benediktsson 13 ára varð Íslandsmeistari í hástökki er hann stökk 1,46 m.

Bryndís Halla Ólafsdóttir 12 ára varð Íslandsmeistari í hástökki er hún stökk 1,26 m.

Adda Sóley Sæland 12 ára fékk silfurverðlaun í 600 m hlaupi á 2:00,24 mín og í kúluvarpi með 8,12m.  Í langstökki náði hún í bronsverðlaun með 4,18m.

Jósúa Eldar Ragnarsson 11 ára fékk silfurverðlan í kúluvarpi með 7,39m.

Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir 11 ára van bronsverðlaun í þremur greinum, 60m með 9,83 sek, langstökki með 3,70m og í kúluvarpi með 6,55 m.

Í 4x200m boðhlaupum fengu sveitir HSK/SELFOSS  gull hjá 14 ára piltum, silfur hjá 14 ára stúlkum og brons hjá 13 ára stúlkum, 12 ára stúlkum og 11 ára piltum.

Árangurinn hjá krökkunum var glæsilegur og persónulegar bætingar mjög margar og miklar. Öll úrslit mótsins má sjá á mótaforriti FRÍ  http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000889 og virkilega gaman að skoða árangur krakkanna þar.

 

Nýjar fréttir