-2.1 C
Selfoss

Náum jafnvægi

Vinsælast

Sérhæfð endurhæfing á vegum Krabbameinsfélag Árnessýslu er ný þjónusta í þróun, á Suðurlandi sem félagið leggur metnað sinn í að bjóða félagsmönnum sínum uppá.
Markmiðið er að byggja upp andlega, líkamlega -og félagslega þætti með því að bjóða uppá úrræði sem sporna gegn síðbúnum kvillum í kjölfar krabbameinsgreiningar- og meðferðar. 

Sérhæfð endurhæfing sem þessi hefur hingað til ekki verið í boði á Suðurlandi og hefur fólk þurft að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur ef þeir hafa óskað eftir. Rannsóknir sýna að einstaklingar eru að glíma við síðbúna kvilla í mörg ár að lokinni krabbameinsmeðferð og margir átta sig ekki á því fyrr en það hefur tekist á við lífið af hörkunni í of langan tíma.

Endurhæfingin fer fram fjórum sinnum í viku og skiptist í líkamlega hreyfingu, fræðslu um andlega, líkamlega og sálffræðilega þætti og fjölbreytta iðju auk þess sem áhersla er lögð á gæði og styrk sem felst í að tilheyra hóp. Lagt er upp með átta vikna prógramm og fylgir umsjónarmaður verkefnisins hópnum eftir frá upphafi. 

Þátttakendur sem hafa nýtt sér endurhæfinguna eru einróma um að endurhæfing sem þessi er mikilvæg uppbygging á andlegum og líkamalegum þáttum en ekki síður til að sporna gegn félagslegri einangrun og takast á við breytt lífsmynstur. 

Við hvetjum alla sem eru í eða hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð að kynna sér úrræðið betur, ýmist með að hafa samband við Margréti Steinunni umsjónarmann á netfangið msg14@hi.is eða hafa samband við Svanhildi formann félagsins í síma 892 3171 eftir kl.16:00 á daginn. 

Nýjar fréttir