3.4 C
Selfoss

Helga Lind Pálsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Vinsælast

Helga Lind Pálsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi MA og forstöðumaður gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitastjórnarkosningum. Prófkjör flokksins fer fram þann 19. mars næstkomandi.

Helga Lind er menntaður félagsráðgjafi og hefur starfað í velferðarþjónustu á velferðarsviði sveitarfélaga og hjá frjálsum félagasamtökum í 10 ár. Hún er gift Tómasi Davíð Ibsen Tómassyni framhaldskólakennara og hafa þau búið í Árborg í 11 ár.

,,Helstu áherslumál mín eru lýðheilsa og velferðarþjónusta. Ég er félagsráðgjafi að mennt og eru velferðarmál mér afar hugleikin. Ég mun leggja mitt af mörkum til að standa vörð um hlúa að velferðaþjónustunni þannig að sveitarfélagið Árborg geti veitt góða og fjölbreytta þjónustu í takt við mismunandi þarfir íbúa á hverju lífsskeiði.“

,,Ég tel mikilvægt að bæjarstjórn Árborgar sé byggð á fjölbreyttum og faglegum hóp einstaklinga með víðtæka reynslu. Tel ég að faglegur bakgrunnur minn og persónuleg reynsla muni nýtast vel í slíkum hóp og þegar kemur að þeim verkefnum sem sveitarfélagið Árborg mun takast á við á komandi tímum. Ég óska því eftir stuðningi í 4 sæti á lista Sjálfsstæðisflokksins í prófkjörinu þann 19. mars “ Kemur fram í framboðstilkynningu Helgu Lindar

Nýjar fréttir