2.7 C
Selfoss

Öflugt forvarnarstarf er lykill að árangri og aukinni vellíðan

Vinsælast

Í Sveitarfélaginu Árborg er starfandi Forvarnateymi sem ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarnastarfs fyrir íbúa á öllum aldri í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Í Forvarnateymi Árborgar sitja fulltrúar frá fjölskyldusviði, leik,-grunn,- og framhaldsskólum, heilbrigðisþjónustu, lögreglu og foreldrafélögum grunnskólanna.

Í lok árs 2021 var stofnaður aðgerðahópur með fjórum fulltrúum úr Forvarnateyminu. Hópurinn sér um undirbúning og utanumhald á fræðslu á vegum sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að fræðsla hefjist strax á fyrstu árum barnsins og að fræðslan byggist á gagnreyndum aðferðum.

Teymið hefur sett upp forvarnadagskrá fyrir árið 2022 sem inniheldur meðal annars fræðslu um hinseginmálefni, vímuefni, svefn, lýðheilsu, kvíða, net- og tölvunotkun ásamt fleiru. Upplýsingabækling um forvarnadagskránna má finna undir ,,Forvarnir” á www.arborg.is. Einnig eru í boði 8 fræðslur á samskiptaforritinu TEAMS sem eru opnar öllum íbúum í Árborg. Þær fræðslur eru frekar miðaðar að fullorðnum og eru auglýstar nánar á www.arborg.is.

Hér má sjá drög að dagskrá fyrir fræðslufyrirlestra TEAMS árið 2022:

  • 15. mars – Vímuefnafræðslan Veldu
  • 5. apríl – Netnotkun og tölvuhegðun barna, Eyjólfur Örn Jónsson
  • 26. apríl – Svefn ungbarna og barna, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir
  • 20. september – Ofbeldi ungmenna, Lögreglan | Tilkynningarskylda, fulltrúi úr Barnavernd Árborgar
  • 25. október – Orkudrykkjanotkun ungmenna, Pálmar Ragnarsson
  • 29. nóvember – Mikilvægi samveru fjölskyldunnar, Theodór Francis

Munum öll að forvarnir eru ekki einkamál, við höfum öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Forvarnir eru fjárfesting til framtíðar.

Frekari upplýsingar um forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg má finna inn á www.arborg.is

Aðgerðahópur forvarnateymis Árborgar,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnarfulltrúi,
Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður frístundahúss,
Díana Gestsdóttir, lýðheilsufulltrúi og
Inga Þórs Yngvadóttir, unglinga- og ungmennaráðgjafi 

Nýjar fréttir