3.9 C
Selfoss

Uppsveitir hljóta grasrótarverðlaun KSÍ

Vinsælast

Grasrótarverðlaun KSÍ eru veitt sem viðurkenning fyrir starf að grasrótarmálum í knattspyrnu. Verðlaunin, sem eru afhent í aðdraganda ársþings KSÍ ár hvert.

Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarfélag ársins hljóta Uppsveitir fyrir frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu barna og unglinga. Það voru þeir Gústaf Sæland og Sólmundur Magnús Sigurðarson frá Uppsveitum sem tóku við verðlaununum frá formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Félagið Uppsveitir (ÍBU) var stofnað árið 2019 með það fyrir augum að lyfta íþróttastarfi í Uppsveitum Árnessýslu á hærra plan og veita iðkendum tækifæri á fleiri æfingum og möguleikum á að keppa í sinni íþrótt. Uppsveitir halda úti knattspyrnuæfingum fyrir börn og unglinga í Árnesi, Borg, Brautarholti, Flúðum, Laugarvatni og Reykholti.

Í verkefninu „Komdu í fótbolta“ síðasta sumar heimsótti Moli fimm af þessum stöðum og komu alls 95 börn og unglingar til að hitta hann og leika sér í fótbolta. Ánægjan og gleðin skein af andlitum allra sem komu að heimsóknunum, hvort heldur sem það voru börnin, þjálfararnir eða foreldrarnir.

Nýjar fréttir