1.7 C
Selfoss

Pósturinn, störfin og fyrirtækjahótel

Vinsælast

Íslandspóstur hefur tilkynnt um lokanir Pósthúsa á Hvolsvelli og Hellu. Ríkið kaupir póstþjónustu af Íslandspósti fyrir tæpar 300 mkr. á ári. Þrátt fyrir þau viðskipti er það ekki á valdi ríkisins að reka eða velja staðsetningu Pósthúsa. Sveitarstjórnir eystra og ytri Rangárþinga hafa ályktað um málið, mætt forsvarsmönnum Íslandspósts á fundum. Þeir hafa notið stuðnings þingmanna. En ekki er líklegt að komið verði í veg fyrir lokun Pósthúsanna þó svo vonin sé fyrir hendi um að forsvarsmenn Póstsins sjái að sér. Það er  mikilvægt að ekki verði dregið úr þjónustu við íbúa og allt gert til að halda í þau störf sem fylgja tilkynntri lokun  Póstsins á báðum stöðum. Við það verður stutt.

Spyrnum á móti

Einkaaðilar eru þegar umsvifamiklir í þjónustu við samfélagið með dreifingu á pökkum með daglegum ferðum frá Reykjavík austur í sveitir. Það er mikilvægt að sú þjónusta fái að dafna og vaxa án afskipta hins opinbera í samfélagi sem kallar á hraða í hvers kyns þjónustu. Þessi staðreynd leiðir huga okkar að veikri stöðu landsbyggðarinnar þegar kemur að margskonar þjónustu við borgarana. Það er stöðug barátta að standa vörð um landsbyggðina allt frá því ég koma á þing 2013. Í nafni hagræðingar hefur landsbyggðin verið rænd of mörgum störfum. Það þrátt fyrir að reynt hefur verið að spyrna á móti.

Fyrirtækjahótel á Hellu

Nú þegar líður að því að Hvammsvirkjun fari í framkvæmd er mikilvægt að horfa til þess hvaða möguleika það gefur sveitarfélagi eins og Rangárþingi ytra. Fyrirtækjahótel og margskonar störf án staðsetningar eru tækifæri sem þarf að horfa til á Suðurlandi. Landsvirkjun, Orkustofnun og fjöldi fyrirtækja og stofnana sem verða næstu árin með starfsmenn við virkjunina og Þjórsá gætu nýtt sér aðstöðu í fyrirtækjahóteli á Hellu. Þjórsá sem er með austurbakkann að Rangárvallasýslu með allar sínar virkjanir og orkuframleiðslu gefur tilefni til þess að á Hellu geti verið miðstöð fjölda fyrirtækja og stofnana sem þurfa allt árið að vera á staðnum vegna ýmissa starfa og þjónustu.

Dugnaður dugar

Þá má horfa til stofnana eins og MAST, Mjólkursamsölunnar, umboð fyrir landbúnaðartæki og þjónusta við hótel og aðra ferðaþjónustuaðila. Þessi verkefni eru fyrst og fremst á hendi sveitarfélaga og einkaaðila. Verði ég sveitarstjóri í Rangárþingi ytra mun ég beita mér í þessum verkefnum. Til að efla samfélagið þarf ekki alltaf fjármagn. Oft dugar dugnaður í starfi og vakna snemma. Ég er þekktur fyrir það. Mig er farið að klæja í lófana eftir að fást við slík verkefni og önnur sem mig dreymir um og eru í þágu sveitarfélagsins Rangárþings ytra og íbúa þess.

Ásmundur Friðriksson
alþingismaður og frambjóðandi.

Random Image

Nýjar fréttir