1.7 C
Selfoss

Kynningarfundur um Ölfusárbrú

Vinsælast

Vegagerðin  boðar til opins kynningarfundar föstudaginn 18. febrúar kl. 10 um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu Hringvegur um Ölfusá. Verkefnið felur í sér færslu Hringvegar norður fyrir Selfoss með byggingu nýrrar brúar á Ölfusá við Efri Laugardælaeyju. Fundurinn verður í beinu streymi.

Nýr Hringvegur er 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum sem mögulegt er að breikka í 2+2 veg síðar. Nýr vegur tengist hringtorgi við Biskupstungnabraut sem nú er í byggingu og er 1,6 km langur vestan Ölfusár. Brú á Ölfusá er 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju, veglína austan Ölfusár er um 1,7 km löng og fer um Svarfhólsvöll og tengist núverandi Hringvegi austan þéttbýlis á Selfossi. Heildarlengd nýs Hringvegar er um 3,7 km.  Auk Hringvegar þarf að leggja nýjan Laugardælaveg auk tenginga við Gaulverjabæjarveg og Austurveg á Selfossi.

Auk brúar á Ölfusá er gert ráð fyrir tvennum undirgöngum fyrir gangandi og hestamenn auk undirganga fyrir akandi við Einholt vestan Ölfusár.

Framkvæmdin nær yfir tvö sveitarfélög, sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. Ný veglína Hringvegar og brú á Ölfusá er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna og lauk mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar með áliti Skipulagsstofnunar árið 2011.

Fyrirspurnir má senda inn í gegnum síðuna slido.com með aðgangsorðinu #olfusarbru

 

Nýjar fréttir