8.9 C
Selfoss

Árni Þór ráðinn í Víkuprestakalli

Vinsælast

Árni Þór Þórsson hefur verið ráðinn til starfa í Víkuprestakalli. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu í Víkurprestakalli, Suðurprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út hinn 24. janúar sl. Valnefnd kaus Árna Þór Þórsson og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Árni Þór Þórsson er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Grafarvogi. Árni Þór hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild haustið 2015 og lauk þar B.A.-prófi í guðfræði í febrúar 2019. Þar næst lauk hann mag. theol.- prófi frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild í febrúar 2021.

Við óskum Víkurprestakalli til hamingju með nýjan prest og Árna Þór óskum við alls góðs í starfi.

Nýjar fréttir