1.1 C
Selfoss

112 dagurinn – fréttatilkynning

Vinsælast

Áhersla 112 dagsins sem haldinn er um land allt föstudaginn 11. febrúar er að þessu sinni lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geysað.

Í tilefni dagsins miðlar Neyðarlínan fræðsluefni á gagnvirku myndbandi um rétt og skilvirk samskipti við neyðarverði sem eru þeir sem svara í símann þegar hringt er í neyðarnúmerið 112 og þess vegna mikilvægustu hlekkirnir í viðbragðinu. Horfa má á myndbandið með því að smella á þennan hlekk (https://www.112.is/112-dagurinn) sem beinir inn á síðu 112.is.

Vegna sóttvarnartakmarkana verður dagskrá 112 dagsins streymt á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Neyðarlínunnar 112.is og á heimasíðum samstarfsaðilanna, en dagskráin hefst kl. 12:00 með því að Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra flytja stutt ávörp. Síðan verða börnum í 4. bekk grunnskóla afhent verðlaun í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn útnefnir Skyndihjálparmann ársins og loks verður kynnt gagnvirkt myndband þar sem miðlað er fræðslu um rétt samskipti við neyðarvörð, þegar hringt er í neyðarnúmerið 112. Kynnir á viðburðinum er Jana M. Guðmundsdóttir hjá Neyðarlínunni.

 

Samstarfsaðilar Neyðarlínunnar vegna 112 dagsins eru Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnarfrélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og samstarfsaðilar um land allt.

Nýjar fréttir