5.6 C
Selfoss

Nýr leikskóli mun rúma 60 börn

Vinsælast

Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Bergný Ösp Sigurðardóttir leikskólastjóri tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í Vík í Mýrdal. Þetta markar upphaf framkvæmda sem gert er ráð fyrir að ljúki á seinni hluta árs 2023.

Brúttóstærð byggingarinnar er 685 m² og stærð lóðar skv. dieliskipulagi 3.384 m². Áætlaður kostnaður við bygginguna og fullbúna leikskólalóð er 574 milljónir króna. 

Leikskólinn mun rúma 60 börn en í hönnun er gert ráð fyrir að auðvelt verði að stækka hann  í framtíðinni.  Vel er vandað til verka við hönnun og horft til framtíðar. Lögð er áhersla á góða hlóðvist, viðhaldslitla byggingu og rúmt leiksvæði, einng  er lögð sérstök áhersla á aðstöðu fyrir starfsmenn og utanaðkomandi sérfræðinga. Gert er ráð fyrir verulegri stækkun á leikskólalóð sem verður vel búin af leiktækjum og leiksvæðum, m.a. gert ráð fyrir sérstöku leiksvæði fyrir yngstu börnin. Við hönnun á leikskólalóð er sérstaklega horft til þess að skapa skjólgott svæði.

Mikil þörf er á fjölgun leikskólaplássa í Mýrdalshreppi þar sem fæðingar hafa sjaldan verið fleiri en undafarin tvö ár og biðlisti eftir leikskólaplássi sífellt að lengjast. Um helmingur íbúa er á aldrinum 20 til 39 ára, því allar líkur á að fæðingum haldi áfram að fjölga. Byggingin er til marks um áherslu sveitarstjónrnar á að byggja upp heilsueflandi og fjölskylduvænt samfélag.

Nýjar fréttir