8.4 C
Selfoss

FSu í átta liða úrslit í Gettu betur

Vinsælast

Tveimur umferðum er nú lokið í Gettu betur keppni framhaldsskólanna og sigraði lið FSu í þeim báðum. Í fyrri umferðinni var lið Flensborgarskólans lagt að velli og í þeirri síðari lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sannarlega glæsilegur árangur þriggja frábærra nemenda en liðið er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) – Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Teymið hefur æft á fullu síðan í nóvember og hafa liðsmenn lagt mikla vinnu og visku í þann undirbúning. Og nú komin í átta liða úrslit og í sjálfa sjónvarpskeppnina.

Nýjar fréttir