3.9 C
Selfoss

ML hefur keppni í kvöld

Vinsælast

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur keppni í Gettu betur í kvöld kl. 20:20, en keppnin hófst í byrjun vikunnar. Streymt verður frá keppninni í beinni á rúv.is.

Lið ML skipa Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Brynjar Logi Sölvason. Keppendurnir eru allir á sínu öðru ári í menntaskólanum.

Tómstundaformaður í stjórn nemendafélagsins MÍMIS, sem hefur umsjón með Gettu betur liðinu, segir liðið hafa æft stíft og notið þar m.a. aðstoðar frá Jóni Snæbjörnssyni kennara. Áhuginn hjá keppendum sé gríðarlegur og metnaður hjá hópnum að standa sig.

Frétt af heimasíðu ML

Nýjar fréttir