4.5 C
Selfoss

Sýning framundan hjá myndlistarnemum FSu

Vinsælast

Myndlistarnemar FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það aðallega nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi og einn til sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar. Sýningin verður opin frá 20. janúar.- 20. febrúar. Verkin eru unnin á haustönn 2021. Þau eru unnin út frá skissum af lifandi módeli. Valdar skissur eru síðan unnar áfram í blýant, grafík, leir, vatnsliti og fjölbreytta blandaða tækni og lokaverkefni sem er unnið með akrýl á striga.

Það er margt á seiði á listalínu FSu og áhugi nemenda mikill.

Boðið er upp á fjölbreytt úrval áfanga sem opnir eru öllum nemendum burtséð frá því hvort þeir eru á brautinni eður ei. Það er alltaf gefandi og gaman fyrir kennsluna að fá eldra fólk með áhuga á skapandi greinum inn í hinn hefðbundna nemendahóp. 

Meðal hins mikla úrvals af skapandi áföngum sem boðið er upp á í FSu ásamt myndlist má nefna stafræna smiðju, Fablab, kvikmyndun, leiklist, textíl hönnun, grafíska hönnun og grafíska miðlun. 

Veggjalistin færir út kvíarnar og á vorönninni verður veggurinn vallar megin  málaður. Það verður spennandi að sjá hvað nemendum dettur í hug að láta birtast þar í vor.

Myndlistarkennarar FSu,
Lísa og Ágústa.

Nýjar fréttir