7.3 C
Selfoss

Hinseginvika Árborgar haldin í fyrsta sinn

Vinsælast

Vikuna 17. – 23. janúar 2022 ætlar Forvarnateymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið að halda sína fyrstu Hinseginviku frá upphafi. Hátíðin er haldin til að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Til að mynda verða lesnar bækur um hinsegin málefni í leikskólum sveitarfélagsins, regnbogafánum verður flaggað víðsvegar um bæinn og ætlar GK bakarí að baka í regnbogalitum. Við hvetjum fleiri fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins til að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Að lokum hvetjum við alla íbúa að klæðast regnbogalitum þann 19. janúar og sýna þannig samstöðu og stuðning.

Þann 17. janúar kl. 20:30 mun einnig verða í boði fræðsla frá Samtökunum ‘78 fyrir íbúa sveitarfélagsins á TEAMS. Í fræðslunni verður farið yfir grunninn að hinseginleikanum, fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið er yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna ‘78. Nánari upplýsingar um það má finna inná heimasíðunni www.arborg.is þegar nær dregur eða á ,,Fræðsla frá Samtökunum ‘78” á Facebook.

Íbúar sveitarfélagsins geta einnig sent inn nafnlausar spurningar sem fyrirlesarinn mun taka fyrir í lok fyrirlestursins. Nafn spyrilsins mun hvergi koma fram. Hér er tengill til að senda inn spurningar: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfQQd57oE1-huXmUTNXaXif94X5zSwym7JsrVH-GXiv7WWfNQ/viewform?usp=sf_link

Við hvetjum öll til að opna hug sinn fyrir málefninu og taka þátt í að fagna fjölbreytileikanum.

Nýjar fréttir