0 C
Selfoss

FSu mætir Flensborg í Gettu betur

Vinsælast

Mánudaginn 13. desember var dregið í fyrstu umferð Gettu betur. FSu kom snemma upp úr hattinum og mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði mánudaginn 10. janúar kl. 20:20. Keppninni verður streymt á heimasíðu RÚV.

Inntökupróf, eða svokölluð forvöl, fóru fram í október. Metmæting var í öll forvöl og því ljóst að mikill áhugi er meðal nemenda á keppninni.

Eftir langt inntökuferli kom í ljós að þrír nemendur stóðu upp úr og munu þau skipa lið FSu árið 2022. Liðið er skipað þeim Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur, Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur.

Liðið hefur æft stíft yfir jól og áramót, enda veitir ekki af í keppni þar sem ekkert þema er til staðar. Við vonum það besta og styðjum við bakið á liðinu okkar. Áfram FSu!

Nýjar fréttir