-7.1 C
Selfoss

Rangárþing ytra – Fyrir okkur öll!

Vinsælast

Eftir kosningu meðal íbúa Rangárþings ytra liggur það fyrir að slagorð sveitarfélagsins verður Rangárþing ytra – Fyrir okkur öll!

Með tillögunni fylgdi lýsing á slagorðinu sem á svo sannarlega vel við!

„Með slagorðinu „Fyrir okkur öll“ finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi Ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins. Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar fyrir okkur öll,“ segir Árni Freyr Magnússon, höfundur slagorðsins.

Viðurkenningar eru veittar fyrir slagorðin sem lentu í 1.-3. sæti ásamt því að einn heppinn þátttakandi fékk útdráttarverðlaun.

Alls tóku 116 þátt í kosningunni.

Eftirfarandi slagorð lentu í efstu þremur sætunum:

  1. Rangárþing ytra – Fyrir okkur öll
  2. Rangárþing ytra – Fólkið, fjöllin, fegurðin
  3. Rangárþing ytra – Brosandi byggð

Nýjar fréttir