3.9 C
Selfoss

Svavar Knútur mætir á Hótel Skálholt

Vinsælast

Svavar Knútur söngvaskáld heldur tónleika í Hótel Skálholti laugardaginn, 15. janúar næstkomandi kl. 20. Dagskráin verður hress gusa af frumsömdu efni og sígildum íslenskum sönglögum, í bland við sögur og spjall að hætti trúbadorsins sem segir stórskemmtilega frá og er alltaf með húmorinn í lagi. Miðasala á tónleikana er á tix.is. Tryggðu þér miða sem fyrst þar sem að miðafjöldinn er takmarkaður.

Veitingahúsið Skálholt verður með gómsætan kvöldmat kl. 18 og einnig er hægt að panta gistingu á hótelinu fyrir þá sem vilja dekra við sig enn frekar. Hafið samband í síma 486 8870

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Nýjar fréttir