9.5 C
Selfoss

Áramótabrennum hefur verið aflýst í ár

Vinsælast

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður allar áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg.

Sökum aðstæðna í samfélaginu og vegna gildandi fjöldatakmarkana hefur sveitarfélagið ákveðið að engar áramótabrennur verða skipulagðar í ár. Það verða því engar áramótabrennur á Selfossi, Stokkseyri eða Eyrarbakka á gamlársdag.

Þessi ákvörðun er í samræmi við önnur sveitarfélög, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, enda er mikilvægt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gangi fram með góðu fordæmi, sýni ábyrgð í verki og hvetji ekki til hópamyndunar.

Við bendum íbúum og gestum á að flugeldasýningarnar eru á sýnum stað og verða eftirfarandi:

28. desember kl. 20:00 af bryggjunni á Eyrarbakka

31. desember kl. 17:00 af Stórahól á Selfossi

2. janúar kl. 20:00 af bryggjunni á Stokkseyri

Nýjar fréttir