10.6 C
Selfoss

Stekkjaskóli hefur skólastarf að Heiðarstekk

Vinsælast

Mánudaginn 29. nóvember hófst skólastarf Stekkjaskóla á Selfossi að Heiðarstekk 10. Starfsdagarnir voru vel nýttir og hefur þrekvirki verið unnið síðustu daga að koma öllu í horf fyrir nemendur.

Góðir gestir komu í heimsókn í Stekkjaskóla og færðu starfsfólki skólans blóm og konfekt í tilefni flutninga í nýtt skólahúsnæði. Fyrst komu Þor-steinn Hjartarson sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Anna Ingadóttir deildarstjóri grunnskóladeildar í heimsókn. Því næst komu Gísli Halldór Halldórs-son bæjarstjóri, Helgi Haraldsson forseti bæjarstjórnar og Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs. Skólastjórnendur sýndu gestunum skólahúsnæðið og voru þeir virkilega ánægðir með húsnæðið og hversu vel starfsmenn hafa komið sér fyrir.

Nýjar fréttir