7.1 C
Selfoss

GK bakarí gegn ofbeldi

Vinsælast

GK bakarí við Austurveginn á Selfossi ætlar að leggja 16 daga átakinu gegn ofbeldi lið á þann hátt sem þeir Guðmundur Helgi Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson bakarar kunna bakara best. Á meðan á átakinu stendur, eða 25. nóvember til 10. desember, mun bakaríið bjóða upp á súkkulaðimuffins með canache kremi skreyttu appelsínugulu sem er litur átaksins.

„Við viljum hjálpa á þann veg sem við getum,“ segir Kjartan í samtali við Dagskrána, en allur ágóði af sölunni á þessu appelsínugula muffins mun renna til SIGURHÆÐA, sem er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

„Það er mikilvægt að styðja við samfélagið hér og styrkja það sem vel er gert,“ bætir hann við. Og nú er það bara samfélagsins hér á Selfossi að bregðast við og hafa appelsínugult muffins með kaffinu á meðan á 16 daga átaki gegn ofbeldi stendur.

Nýjar fréttir