9.5 C
Selfoss

Ratatouille

0
Ratatouille

Rebekka Kristinsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn þessa vikuna.

Matur er mitt hjartans mál og finnst mér fátt meira slakandi og skemmtilegt eins og að elda. Uppskriftabækurnar hér á heimilinu teljast í tugum og er alltaf jafn gaman að glugga í þær í leit að innblæstri. 

En hér kemur meat-free-monday uppskrift, sem auðvelt er að gera vegan ef vilji er fyrir því. Ég mæli eindregið með því að bera réttinn fram með góðu súrdeigsbrauði, heimagerðu eða úr GK bakaríi. 

Ratatouille 

Fyrir 4-6 i aðalrétt

 • 1 laukur smátt skorinn
 • 2 gulrætur skornar
 • 2 selleristilkar skornir
 • 1 msk. hvítlaukur /  3 hvítlauksgeirar
 • 1 gul paprika skorinn
 • 1 rauð paprika skorinn
 • 1 dós góðir tómatar
 • 1 tsk. herbes de Provence 
 • 6 basill lauf
 • Salt + pipar

Grilla paprikurnar á pönnu/grilli/ofni svo þær verði svartar, setja í skál og plastfilmu yfir og leyfa að svitna í ca. 10 mín. Á meðan er allt grænmetið sett í pott og mýkt. Paprikan er síðan söxuð og sett með. Tómatarnir og kryddið sett með og leyft að malla við vægan hita í 10 mín. Síðan er þetta maukað með töfrasprota og sett í eldfast form. 

 • Tómatar
 • Eggaldin
 • Zucchini

Þetta er skorið i jafn þykkar sneiðar, bara passa að hafa þær ekki of þykkar og raðað til skiptist ofan á maukið. Þetta er síðan penslað með olíu, hvítlauk og timian, salt og pipar. 

Inn í ofn með álpappír í 2 klst. á 140˚C + 40 mín. á 170˚C eða 60 mín. á 170˚C án álpappírs.

Ég skora á hina nýbökuðu móður Söndru Dögg Garðarsdóttur að koma með einhverja gómsæta uppskrift að viku liðinni.