1.1 C
Selfoss

Verslunin Norza Living með verslun á Brúartorgi til áramóta

Vinsælast

Verslunin Norza Living mun verða með svokallaða Pop-up verslun í nýstandsettu húsnæði á Brúartorgi í miðbænum núna á aðventunni og til áramóta. Norza Living, sem þær Anna Margrét Jónsdóttir og Ruth Gylfadóttir reka, leggur áherslu á að bjóða upp á fallega, vandaða „high end“ innanhúss og utanhúss hönnunarvöru, aðallega frá Suður-Afríku – sem öll er framleitt á vistvænan hátt.

Þær segja mikla grósku einkenna hönnun og framleiðslu á vönduðum húsgögnum og annari innanhúsvöru í suðurhluta Afríku. Um er að ræða skemmtilega viðbót fyrir íslensk heimili, þar sem varan endurspeglar margþættan menningarheim. Útkoman er oftar en ekki spennandi og öðruvísi hönnunarvara sem grípur augað og skapar skemmtilega stemningu.

Annar og ekki síður mikilvægur áhersluþáttur í starfi Norza, er að skapa virði fyrir lítil afrísk kven- og fjölskyldurekin smáfyrirtæki, sem flest hver eru stofnuð og rekin af konum í neðri lögum samfélagsins. Norza Living www.norza.is stuðlar að atvinnuskapandi verkefnum sem leiða til sjálfbærni, og fjárhagslegs sjálfstæðis þessara kvenna.  Fyrir tilstuðlan Norza, eru margar kvennana orðnar fyrirmyndir annarra í samfélagi sínu með því að sjá sér og sínum fjárhagslegs farborða af eigin verðleikum.

Nýjar fréttir