7.8 C
Selfoss

Vel heppnuð bjórhátíð Ölverks

Vinsælast

Það lifnaði heldur betur yfir gróðurhúsunum við Þelamörkina í Hveragerði liðna helgi. Þar fór fram bjórhátíð Ölverks. Hátíðin er sannkölluð bjór- og tónlistarveisla. Í samtali við Laufeyju Sif Lárusdóttur annan eiganda Ölverks kom fram að yfir 25 framleiðendur hefðu skráð sig til leiks þetta árið, en ekki skorti á hugmyndaflugið og tegundirnar til að bragða. Auk þess mátti gæða sér á veitingum eins og bjórosti frá MS, þýskættuðum Bratwürst og Pretzel. Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en það voru annarsvegar þekktir skífuþeytar sem héldu uppi stuðinu og hinsvegar Bjartmar Guðlaugsson á fyrra kvöldinu og svo hljómsveitin Hjálmar á því seinna. -gpp

Nýjar fréttir